Mamma og pabbi komu í bæinn og keyrðu okkur út á völl.
Fengum okkur plokkara á Kaffi Loka áður en lagt var í hann. Flugum með
Icelandair seinnipartinn til Toronto og þaðan (e. rúml. 4 tíma stopp) með
Canadaair til Vancouver. Alls um 10 tíma flug + bið. Fórum í Priority Lounge í
Toronto. Áhugavert! Frekar vondur matur í hlaðborði en nóg að drekka. Spiluðum og horfðum á ÓL.
Hrafnkell drakk viskí til að sofa í vélinni – og það virkaði vel. Ég ýtti
nett við honum í hvert skipti sem hann hraut yfir ákveðin hávaðamörk. Lentum í Vancouver rúmlega eitt
eftir miðnætti og tókum taxa á hótelið. Bílstjórinn var vel að sér um Ísland og
hrósaði Jóhönnu Sigurðar sérstaklega. Taldi hana vera mikla kraftaverkakonu.
Vorum á íbúðarhóteli Rosedal on Robson sem er vel staðsett í miðbænum. Þrjár nætur kostuðu um 45 þús.
Byrjuðum á að hlaupa út í 7/11 þegar við komum til að kaupa okkur að borða og
til að eiga morgunmat.
Á Leifsstöð að spila. |
Hrafnkell á "heldrimannastofunni" í Toronto.
Hólmfríður, séð í gegnum glas.
|
ég get rétt ýmundað mér aðra flugvélar gesti þegar pabbi byrjaði að hrjóta!
ReplyDeletevissi ekki að þið voruð í svona löngu flugi, ég sem rétt hafði þolinmæði í tveggja tíma flug haha :-)
úff já
ReplyDelete