Vöknuðum snemma og lögðum í hann keyrandi heim til Mary og Gerry í Cowician Bay. Fengum kaffi og muffins hjá þeim og skoðuðum bæinn og útihúsin
(og myndir af börnum og barnabörnum). Gengum svo með Mary á mt. Tzouhalem. Rosa
flott útsýni af því ágæta fjalli. En svo skemmtilega vill til að það var
einmitt af því fjalli sem indjánahöfðinga einum var hent fram brúnunum af þar
sem hann giftist öllum konunum og við það var ekki unandi. Karl uglan hafði það
fyrir sið að höggva fæturna af konum sínum við ökkla svo þær færu ekki í burtu
frá honum. Sögum ber ekki saman um hvort það voru konurnar eða mennirnir í
bænum sem köstuðu honum fyrir björg. Í dag eru aðrir siðir viðhafðir á þessum slóðum, lagt er á fjallið frá bílastæðum kaþólskrar indjánakirkju og stór kross á fjallstoppnum.
Við kvöddum Mary eftir gönguna og skoðuðum
okkur um í þorpinu (Cowician Bay). Litið og skemmtilegt. Margar skemmtilegar
gourmet búðir. M.a. bakarí sem við fórum í, keyptum okkur kaffi og smá nesti.
Keyrðum síðan sem leið lá í Cowichian Valley sem er sannkallað gourmet hérað, vínbændur og matvælaframleiðsla af öllum toga. Mary benti okkur að skoða
Kinsol Trestle sem er gömul járnbrautarbrú yfir gil sem nú er hluti af lengsta útivistarstíg á Eyjunni. Brúin er nýlega uppgerð og voru þau ágætu hjón styrktaraðilar að því
verkefni.
No comments:
Post a Comment