Wednesday, 15 August 2012

13. ágúst (mánudagur)


Letidagur. Sátum úti í garði og lásum og fórum loksins (!!!) á strönd til að liggja og lesa. Ströndin næst okkur, Willow beach, varð fyrir valinu en það er næs sandströnd. Við lágum þar og lásum í góðan klukkutíma. Það skal tekið fram að þetta var í fyrsta skipti sem farið er á stöndina til að ástunda letilíf. Bæði nutu en bara annað viðurkennir það. Um kvöldið voru grillaðar kalkúnalundir og grænmeti ala Ásólfur. Afar ljúffengt.
Legið í sólbaði.

Setið í sólbaði.

Willow beach - erum ca 5 mín að hjóla þangað.

Grillmeistarinn að störfum.

Matgæðingur að störfum.

No comments:

Post a Comment