Friday, 10 August 2012

3. ágúst (föstudagur)

Ákváðum að hafa þennan dag letidag, EN það varð nú aldeilis ekki svo. Nema kannski letidagur ala Hrafnkell Ásólfur... Það byrjaði þó vel. Borðuðum morgunmat úti í garði og lögðum svo af stað hjólandi í átt að strönd með bók og teppi (og letivon í hjarta). Hvorki bók né teppið var brúkað þennan daginn. Þess í stað hjóluðum við og hjóluðum og hjóluðum. Og gengum á eitt lítið og huggulegt fjall, borgarfjallið Mount.Doug. Af toppi þess var afar flott útsýni yfir borgina. Gengum upp í gegnum mikinn skóg en niður hefðbundna leið (sem hægt er að keyra). Og hjóluðum svo meira. Kíktum aðeins á eina strönd – en þar var skrítin lykt og ekki hægt að liggja í sól. Héldum því áfram að hjóla og hjóla. Þar til við komum á campus við háskólann. Þar fundum við vænan bar þar sem við settumst á og fengum okkur bjór og svaka gott snakk – þistilhjörtu, spínat, hvítlaukur (?) og eitthvað hvítt (sýrður rjómi, grísk jógúrt eða álíka). Namminamm! Spiluðum Ólsen Ólsen. Gerðum okkur svo kjúklingasalat um þegar heim kom um kvöldið.
Morgunmatur í garðinum - gaf fögur fyrirheit...

Hverfið okkar er þarna í mjög miklum fjaska (við skagann).

Sáum "alla leið" yfir til Bandaríkjanna. Mt Baker með hvítum toppi.

Hjónakorn á toppi Mt. Doug.

Skógur. Nóg af honum hér.

Stöndin með skrítnu lyktinni - afar huggó þó.


Þessi dádýrskálfur varð á vegi okkar - móðir hans var ekki langt undan.

No comments:

Post a Comment