Ákváðum að hafa þennan dag letidag, EN það varð nú aldeilis ekki svo. Nema kannski letidagur ala Hrafnkell Ásólfur... Það byrjaði þó vel. Borðuðum morgunmat úti í garði og lögðum svo af stað hjólandi í
átt að strönd með bók og teppi (og letivon í hjarta). Hvorki bók né teppið var brúkað þennan daginn. Þess í stað hjóluðum við
og hjóluðum og hjóluðum. Og gengum á eitt lítið og huggulegt fjall, borgarfjallið Mount.Doug. Af toppi þess var afar flott útsýni yfir borgina. Gengum upp í gegnum mikinn skóg en niður
hefðbundna leið (sem hægt er að keyra). Og hjóluðum svo meira. Kíktum aðeins á
eina strönd – en þar var skrítin lykt og ekki hægt að liggja í sól. Héldum því
áfram að hjóla og hjóla. Þar til við komum á campus við háskólann. Þar fundum
við vænan bar þar sem við settumst á og fengum okkur bjór og svaka gott snakk –
þistilhjörtu, spínat, hvítlaukur (?) og eitthvað hvítt (sýrður rjómi, grísk jógúrt
eða álíka). Namminamm! Spiluðum Ólsen Ólsen. Gerðum okkur svo kjúklingasalat um
þegar heim kom um kvöldið.
Morgunmatur í garðinum - gaf fögur fyrirheit... |
Hverfið okkar er þarna í mjög miklum fjaska (við skagann). |
Sáum "alla leið" yfir til Bandaríkjanna. Mt Baker með hvítum toppi. |
Hjónakorn á toppi Mt. Doug. |
Skógur. Nóg af honum hér. |
Stöndin með skrítnu lyktinni - afar huggó þó. |
Þessi dádýrskálfur varð á vegi okkar - móðir hans var ekki langt undan. |
No comments:
Post a Comment