Dagurinn fór rólega af stað en eftir brunch í garðinum,
lestur og sólbað var loks látið eftir Ásólfi að hjóla niður í bæ. Byrjuðum á að stoppa við
Fisherman‘s Warf sem
er við ytri höfnina. Heilmikill túristastaður en þó mjög skemmtilegt umhverfi í
mikilli nálægð við sjóinn. Ýmsu grúir þar saman m.a. flothús líkt og í
Vancouver, mörg hver mjög glæsileg. Við vorum þó á því að nálægðin við
túristana væri fullmikil og slepptum því að kaupa það sem var til sölu þarna.
Næsti áfangastaður var ferjubryggjan þar sem við keyptum
okkur miða með ferjunni til Seattle þann 25. ágúst – það er því hægt að fara að
telja niður dagana...
Enn var látið eftir Ásólfi sem hafði lesið að bæjarins bestu
fish and chips fengjust hjá
Red fish blue fish sem var við hinn enda
hafnarinnar. Þangið var því hjólað og
þar beið okkar röð og það engin smá. Við
skiptumst á að standa í röðinni í einn og hálfan tíma þar til við loks fengum
afgreiðslu og pöntuðum þorsk, franskar og hrásalat. Ljómandi gott en þó óvíst hvort við leggjum
þetta á okkur aftur.
No comments:
Post a Comment