Frídagur í British Colombia og verslunarmanna-mánudagur á Íslandi. Og að sjálfsögðu frídagur hjá okkur líka. Tókum aðeins til, lásum og hvíldum okkur. HÁP slappur vegna ofnæmis. Keyrðum í bæinn undir kvöld til að kaupa gönguhatt á HÁP, bol á HS og göngu-kæliflöskur.
Tilraunaeldhús um kvöldið:
Í forrétt vorum við með soðin þistilhjörtu (heil) og hrærðum saman smjör, sítrónubörk, basiliku og steinselju sem við notuðum sem dip. Skemmtilegt að borða þistilhjörtun svona. Í aðalrétt var svo fusilli pasta með ferskum aspars og parmessan. Mjög gott. Hvoru tveggja úr nýju uppskriftabókunum okkar. Namminamm.
Ljómandi fallegt þistilhjarta. |
Hrafnkell að borða sitt hjarta. |
Hólmfríður og fusilli með aspars og parmessan. |
No comments:
Post a Comment