Sól og blíða þennan daginn sem aðra. Dagurinn fór rólega af
stað, snörluðum morgunmat og lásum í sólinni útí garði. Hjóluðum svo litlu
tyrknesku búðina í Oak Bay miðbænum og keyptum okkur samlokur í hádegisverð sem
við fórum með á ströndina okkar. Í þetta skiptið var um alvöru strandferð að
ræða, legið á teppi í sólinni og lesið.
Hrafnkell anginn átti svolítið erfitt með sig en náði njálgnum úr sér
með því að synda í köldu Kyrrahafinu.
Rétt fyrir kl. 3 var ströndin kvödd og hjólað aftur í Oak Bay
miðbæinn þar sem hverfismarkaður var að byrja.
Aðalgötunni er þá lokað milli 3 og 9 og á götunni spretta upp sölutjöld
með allskonar varning. Fríða keypti ársbyrgðir af Holy Crap morgunkorni og
dós af engiferkryddi. Lítil hljómsveit
skemmti gestum með spileríi. Með eftirgrennslan fundum við út að þetta var
fjölskyldubissness. Þrjú ensk systkini og foreldra þeirra sem fluttu hingað
fyrir nokkrum árum. Bandið ber
fjölskyldunafnið The O‘Briens. Keyptum diskinn þeirra sem er bara alveg hreint ágætur.
Ákváðum að renna heim og skola saltið af Ásólfi og fá okkur
hressingu og kíkja svo á markaðinn seinna um kvöldið. Grilluðum kjúklingabringu
og risa zucchini sem Mary gaf okkur – borðuðum útí í garði. Þegar við snerum aftur á markaðinn var verið
að pakka saman og því lítið að sjá. Kíktum við á hverfispöbbinn sem var ansi
þétt setinn áður en haldið var heim í háttinn.
 |
Letilíf á ströndinni |
 |
Engin ísbjörn, bara Ásólfur á sundi og Mt. Baker í baksýn |
 |
Írska fjöskyldubandið (í baksýn) á markaðnum |
 |
Það varð náttúrulega að smakka á kræsingunum |
hvað... voða er auðvelt að kommenta....
ReplyDelete