Thursday, 9 August 2012

29.-31. júlí Vancouver

Ljómandi góðir dagar í Vancouver – þrátt fyrir sjö tíma mismun sem setti sitt mark á okkur fyrstu dagana.  Við keyptum okkur 2ja daga passa í „hop on – hop off“ rútu og þvældumst þannig um alla borg. Ljómandi gott veður alla dagana – en frekar dýr borg.

Það helsta:
·         GranvilleIsland. Fórum þangað 2svar. Mjög skemmtilegt concept. Flottur markaður með allskonar góðgæti o.fl. Þar var líka rosa flott „hverfi“ – Sea Village sem voru alls 14 hús – flothús. Spurning að breyta Brákareynni í eitthvað álíka...
·      Community Garden á Davie (gay-hverfi). Var áður bensínstöð. Þar rækta íbúar það sem þeim sýnist; matjurtir eða blóm.
·         Dr.Sun Yet – Sen Park. Skemmtilegur lítill garður í Kínahverfinu.
·         CapilanoSuspension Bridge. Gömul hengibrú, tré-hopp o.fl. Skemmtileg umhverfisfræðsla í bland.
·         Svo var líka gaman að sjá hjólamenninguna hjá borgarbúum.

Og nokkrar myndir ...

Granville Island - Þorstanum svalað




Granville Island - Krakkar að busla í hitanum











Granville Island - Flottur bekkur á bryggjunni, já og svaka pía




Sérsmíðuð hurð í Kínagarðinum


Stanley Park - Laxaborgari, hreint ekki galinn

Gas town - Fullorðins,piprað popp og kartöfluflögur

Japadog - öðruvís, svoldið öðruvísi.


Harbour town - ansi hreint snortur

Harbour town - póstkassar á bryggjunni

Granville Island - í brugghúsinu

Útsýnið úr hótelherberginu á aðalbókasafnið í Vancouver

Garðlöndin í Vancouver - Community garden þar sem áður var bensínstöð


Capilano - Trjátoppatrítl (treetops adventure)

Capilano - hengibrúin sjálf, tæpir 140m að lengd

Capilano - gengið milli trjanna og fræðst um skóginn

No comments:

Post a Comment