Thursday, 9 August 2012

31. júlí - fyrsti dagur í Victoria


Tókum lest (skyline) og rútu frá miðbænum í ferjuna (BC Ferries) til Vancouver Island. Ódýr sigling. Tók um 1,5 tíma að sigla. Flott útsýni þegar farið var um eyjarnar. Helga Kristín og Mími (4 ára) sóttu okkur. Mímí talar ensku, frönsku og íslensku. Skemmtileg stelpa. Eftir að Helga var búin að sýna okkur allt, tókum við uppúr töskum og fórum svo í könnunarleiðangur um nýja miðbæinn okkar í Oak Bay. Settumst á fyrsta kaffihúsið sem við sáum og fengum okkur kaldan bjór og grillað panini. Eftir að Helga og krakkarnir voru farin þá keyrðum við í miðbæ Victoria og fórum m.a. í 2 útivistabúðir að skoða gönguskó. Komum svo við í hverfisbúðinni og ríkinu. Elduðum pasta.

Hér er kort af Sundinu sem siglt var yfir
Um borð í ferjunni frá Vancouver til Victoria.

Skemmtilegt útsýni þegar siglt var um eyjarnar.

Hér er svo kort af okkar heimaslóðum - huggulegt :o)


No comments:

Post a Comment