Byrjuðum daginn á að hitta gönguhópinn hennar Gemmu. Vorum með seinni skipunum þar sem þurfti að
fylla á bílinn um morguninn. Carol (bakarinn) sat svo í okkar bíl svona til að
getað vísað veginn ef við misstum af lestinni.
Ekið var að East Sooke Park sem er við ströndina á syðsta odda
eyjarinnar. 17 manna hópur þennan daginn, gamlir kunningjar og líka fullt af fólki sem við höfðum ekki séð áður og gaman var að spjalla við. Þarna var Ken, skoskur prófessor sem búið
hefur hér í 3 ár. Bob sem er ljósmyndari og svo hjónin Larry og Carol (eða svo
minnir okkur að þau heiti) sem voru einnig nýflutt hingað eftir að hafa búið í 26 ár í
Yellow Knive stærstu borgarinnar í norðurfylkinu.
Um kvöldið elduðum við krækling í fyrsta skipti. Suðum hann í hvítvíni, grænmeti og sítrónusmjöri. Tókst virkilega vel, herramanns matur sem hefði hæft
hvaða kóngi (eða forseta með kóngablæti). Í eftirmat var svo vanilluís með
brómberjunum góðu. Áður en dagurinn var allur þurfti að ganga frá ruslinu, fara með
tunnurnar (almenn og endurvinnslu) út að götu svo þær væru tæmdar.
![]() |
Eldgamalt veggjakrot |
No comments:
Post a Comment