Wednesday, 15 August 2012

12. ágúst (sunnudagur)


Sofið var út þennan sunnudaginn eftir langan laugardag.  Ákváðum að þiggja heimboð Gwen og hitta hana og nokkra úr gönguklúbbnum síðdegis. Gwen býr aðeins norðan við Victoria, rétt við Sidney þar sem ferjan frá Vancouver leggur að bryggju.  Dagur tekin rólega framan af, setið í sólinni útí garði og lesið milli þess sem farið var inn að ná sér í hressingu og kælingu um leið. Um miðjan dag ókum við sem leið lá á 738 Lands End Rd, Sidney, BC V8L 5K9.

Þegar við vorum að silast í gegnum Oak Bay varð á vegi okkar dádýr sem trítlaði yfir götuna og inn í næsta botnlanga. Dádýr ku víst vera versti óvinur garðeigenda hér um slóðir, sérlega sólgið í blómplöntur.

Fengum höfðinglegar móttökur hjá Gwen sem hafði lagað hvern dýrindis smáréttinn á fætur öðrum. Gwen býr í frábæru húsi með lóð niður í fjöru. Frábært útsýni yfir að Salt Spring Island og sjóinn. Þarna fyrir hittum við hjón, danska konu og þýskan kall, þrjár kellur sem allar eru fæddar á Bretlandseyjum og loks Sam, son Gwen ásamst sinni spúsu. Skemmtilegar umræður voru á svölunum og eins og ævinlega fólk mjög áhugasamt um Ísland og íslendinga. Sam og frú voru sérstakir aðdáendur hins sænska Wallanders, náðu að tengja það með einhverjum hætti við Ísland og kölluðu Hrafnkel Kurt.

Eftir að hafa eytt góðri stund í garðinum hjá Gwen við varðeld, blaður og ákváðum við að þræða sjávarsíðuna heim í stað þess að taka hraðbrautina. Sáum ekki eftir því, leiðin var mjög falleg og við fengum þetta líka fína sólsetur.

Dádýrshind á harðahlaupum.

Sólarlagið við Saanich inlet.

No comments:

Post a Comment