Byrjuðum daginn snemma þar sem við vildum sjá Dragon BoatFestival við aðalhöfnina. Höfðum fengið þessar fínu leiðbeiningar kvöldið áður
hjá nýju vinum okkar hvar best væri að sjá keppnina án þess að vera í aðal
kösinni. Á leiðinn niður að höfn rákumst
við á skemmtilegan hverfismarkað við Moss streat á skólalóð og næsta
umhverfi. Við komum okkur fyrir þar sem
bátarnir eru ræstir og fylgdumst með nokkrum umferðum og tókum myndir.
Greinilega hörku keppni þar sem laugardagurinn var undirlagður fyrir undanrásir
(alls 80 lið) og úrslitin sjálf svo á sunnudeginum. Drekabátar eru langir
kanóar með 20 ræðara – 2 á hverri þóftu, 1 á stýri og einn hvetjara sem situr
með trommu í stefni. Stefnið sjálft er
svo skreytt með drekahöfðum í mismunandi litum. 5 bátar reru í hverri umferð og
var heldur betur handagangur í öskjunni þegar ræst var.
Næsta stopp var ferjuhöfnin þar sem við náðum í miðana okkar
til Seattle. Svo var hjólað í Kínahverfið og borðað Dim Sum á veitingastaðnum
DonMee, sem ku vera sá besti á sínu sviði – amk hér á Vancourver Island. Mikil
upplifun þar sem kínakonur röltu um með vagna með mismunandi smáréttum og buðu
manni að velja. Stimpluðu svo á miða sem sýndi verð þegar eitthvað varðfyrir
valinu af vagninum þeirra. Það voru örlitlir samskiptaörðuleikar þarna þar sem
þær töluðu ekki mikla ensku og við nánast enga kínversku. Ein ætlaði að hjóla í Hrafnkel þegar hann
potaði með prjóni í einn réttinn á vagninum, við þorðum eiginlega ekki annað en
að velja 2 rétti af henni svona til að blíðka hana örlítið. Við vissum því
eiginlega ekkert hvað við vorum að velja og borða en ljúffengt var það og
eiginlega ódýrasti hádegisverður sem við höfum snætt hér, eða um 3000 íslenskra
krónur.
Eftir matinn var Hrafnkell staðráðin í að láta kínakall
klippa sig, hann hafði áður sigtað út kínverska rakarastofu í þröngri göngugötu
og stormaði nú þangað með Fríðu sína í eftirdragi. Hrafnkell fékk strax lausan stól hjá afar
smávöxnum og öldnum Kínverja. Sá talaði enga ensku utan OK. Samskipti þeirra voru
því bros, bendingar og OK – kom svona ljómandi fínt klipptur út þráttfyrir að
Kínverjinn hafi varla náð upp í hvirfilinn á honum.
Þá var það að koma sér heim og gera okkur klár fyrir
garðveisluna hjá fólkinu sem við hittum á veitingastaðnum kvöldið áður. Mættum
þar örlítið of seint um kl 18 og húsráðendur og þeirra gestir voru eiginlega búin að
afskrifa okkur. Okkur var tekið eins og týnda syninum, boðið uppá dýrindis
kræsingar og við spurð spjörunum úr. Úr
varð þetta afbragðs kvöld, með góðum mat, víni og félagsskap. Gestgjafarnir
heita John (efnafræðingur) og Maggie Owen (listakona). Þarna var líka Elaine
sem býr í úthverfi Manchester og er æskuvinkona Johns. Og svo tvenn önnur hjón
úr nágrenninu. Annar karlinn var slökkviliðsstjóri í Oak Bay og hinn prestur...en
samt ekki prestur... Borðað var útí garði sem Maggie hefur lagt mikla alúð í en
þegar skyggja tók færðum við okkur inn í hús. Við hjóluðum svo heim uppúr kl.
22.00.
Einn riðillinn nýlagður af stað |
Með svona bát munum við sigla yfir til Seattle |
Loksins sem við komumst í Dim Sum. Afbragð alveg hreint. |
Stóri Ásólfur og litli kínakarlinn. |
Nýklipptur og fínn í einni þrengstu götu í heimi. Íbygginn, ungur maður á leið í boð til ókunnugra. |
No comments:
Post a Comment