Við áttum stefnumót við Gwen, Gemmu og Donnu á bílastæðum
við Gowlland Tod Provincial Park og löng fjallganga framundan. Gwen og Donna
eru að koma sér í gönguform þar sem þær eru að fara í langan túr sem hefst um
næstu helgi. Smá stress að finna þann
stað sem ákveðið var að hittast á en fyrir rest römbuðum við á hann.
Gwen stýrði gönguninni, arkað var uppá Jocilyn Peak og Holmes
Peak sem skv. áætlun átti að taka 6 klst. Fínasta gönguveður í upphafi,
rúmlega 20° og skýjað að mestu. Þegar við vorum hálfnuð á fyrsta tindinn mættum
við manni sem varaði okkur við skógarmítli (eða tick í munni hérlendra) sem
hann sagði vera öllu seinna á ferðinni en vanalega. Við fengum ýmsar sögur um
skógarmítla og hvernig best væri að losna við þá næðu þeir að grafa sig í
húðina, en hætta er á að maður skilji hluta þeirra eftir reyni maður að kroppa
þá af. Pabbi Gwen hafði notað
sígarettuglóð og borið upp af gumpnum á þeim og væru þeir þá snöggir að skjóta
hausnum út. Við vorum öll hálf hysterísk
enda kom á daginn þegar við stoppuð á tindinum að hvert og eitt okkar var að
minnsta kosti með einn mítill skríðandi á hálsi eða haus.
Jæja útsýnið fá Jocilyn tindi og Holmes tindi er mjög huggulegt. Maður verður náttúrulega áægilega ánægður loksins þegar færi gefst á útsýni. Saanich fjörðurinn beint fyrir neðan, hæðirnar umhverfis Victoriu í suðri og svo hærri fjöll í norðri. Þegar þarna var komið sögu var maður eiginlega feginn að geta gengið sem mest í skugga trjánna, himininn búinn að hreinsa sig og sólinn að steikja okkur. Á niðurleiðinni var farinn önnur slóð og gengið í gegnum Creepy cops (Gwen sagði að cops þýddu tré) en það er smá svæði með hinum skuggalegasta skógi. Allir komust þó heilir niður en gangan tók þó aðeins lengri tíma en reiknað var með eða 7 klst.
Það eru ekki öll tré risa tré. |
Við Arbutus tré (sígrænt tré sem fellir börkinn á hverju ári). |
Gengið í gegnum "creepy cops". |